Sýning | Exhibition

25.10.18 - 30.11.2018 Midpunkt, Hamraborg 22
Opnun | Opening
19:00 - 22:00 25.10.18

Screen Shot 2018-08-06 at 10.39.31.png

Jeannette Castioni
Þuríður Jónsdóttir

Jeannette Castioni (f. 1968) fæddist á Ítalíu en býr og starfar í Reykjavík í dag. Hún lærði í Listaháskóla Íslands og hlaut MA gráðu í myndlist frá Goldsmiths í London. Jeannette hefur leitt vinnustofur og málstofur víðsvegar um Evrópu og í London. Hún tekur þátt í alþjóðlegu menningarsamstarfi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Einnig hafa myndbandsverk hennar verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi.

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld, lærði á flautu og tónsmíðar við Tónlistarskóla Reykjavíkur og við Conservatory of Music í Bologna á Ítalíu, en þaðan útskrifaðist hún úr flautuleik, með gráðu í tónsmíðum og rafrænni tónlist. Eftir að hafa starfað og búið á Ítalíu til fjölda ára er hún nú búsett í Reykjavík. Þuríður kannar nýjar hljóðmyndir í verkum sínum. Hún skapar margar mismunandi tegundir af verkum, bæði fyrir hljómsveitir og kammersveitir.

Efahljómur

Getur það varpað ljósi á skapgerð, hlutverk eða sjálfsímynd okkar að lesa í hversdagsleg fyrirbæri umhverfis okkur eða rýna í og eiga samtal um einföld fagurfræðileg tákn? Er hægt að finna tóntegund ákveðins þjóðernis, einhvers konar “hljóðsál”? Má skoða athafnir daglegs lífs þannig að einfaldar gerðir, sem í minninu virðast raunverulegar, geti reynst vera misminni eða jafnvel uppspuni?

Hljóð- og myndverkið Sounds Of Doubts - samstarfsverkefni Jeannette Castioni myndlistarkonu og Þuríðar Jónsdóttur tónskálds – er viðleitni til að fást við þessar spurningar.  

Á Cycle 2017 skipulögðu listakonurnar vinnustofu, Efahljómur–Workshop. Þar mættu þrír hópar, hver af sínu norræna þjóðerni: íslenskur, færeyskur og grænlenskur. Atferli þeirra var skoðað með því að setja þá í ólík hlutverk og aðstæður, ýmist sviðsettar eða raunverulegar. Þetta raunveruleikhús gaf þeim tækifæri til að athuga hvernig náttúrulegar og menningarlegar rætur hafa áhrif á upplifun þátttakenda.

Tungumálið og skapandi hlutverk minnisins var krufið á músíkalskan og sjónrænan hátt. Ólíkar senur, sviðsettar eða raunverulegar, voru myndaðar og hljóðritaðar, hver þeirra einkennandi fyrir ákveðna sjálfsímynd eða hlutverk. Mynd- og hljóðefnið af vinnustofunni var svo notað til frekari úrvinnslu og uppsetningar á margmiðlunarverkinu Sounds of Doubts.

Samstarf listamannanna sem slíkt felur í sér rannsókn, ekki síður en verkið sjálft, en viðteknar hugmyndir, tengdar tónsmíðalegum aðferðum annars vegar og sjón- og margmiðlunartengdum aðferðum hins vegar, eru að sjálfsögðu dregnar í efa.  

Efahljómur er fyrsta verkið sem sýnt er í Midpunkt, nýju sýningarrými í Hamraborg 22.


Jeannette Castioni
Þuríður Jónsdóttir

Jeannette Castioni (b. 1968) was born in Italy and now lives in Reykjavík. She studied at the Iceland Academy of the Arts and Fine Arts at Goldsmiths College in London. Jeannette conducts workshops and seminars both in institutions and with various groups in Europe and London. She collaborates with international cultural mobility programs and has received various awards and prizes for her work.

Þuríður Jónsdóttir, composer, studied flute and composition at The Reykjavik College of Music and at the Conservatory of Music in Bologna, Italy where she received her diploma in flute, composition and electronic music. After living and working in Italy for years, Þuríður now works and lives in Reykjavík. She explores new soundscapes in her compositions, creating various types of both orchestral pieces and chamber music.

Sounds of Doubts

Can we investigate our character, role or self-image by observing everyday phenomena and by looking into and discussing simple esthetic symbols? Can the particular tonality or attribute of a certain nationality be discovered - a sort of national character in sound? Can people's performances in everyday life be observed in a way that simple actions, which in our memory seem to be real, demonstrate to be the result of misremembering or even completely fictional?          
Sounds of Doubts – the collaborative project of Jeannette Castioni, visual artist, and Thuridur Jonsdottir, composer – is an attempt to answer these questions.

On Cycle in 2017, during Sounds of Doubts–Workshop, the artists worked with
three groups, each one with participants from a different Nordic country: Iceland, Faroe Islands and Greenland. Their behaviour were observed by introducing them to different roles and circumstances, either staged or real. This environment gave them opportunity to examine how the inception of natural and cultural milieu influence the participants' experience.

During the development of the project, languages and the creative functions of memory were elaborated with musical and visual means. The video and sound recordings from workshops were used for further analyses and elaborations for the multi-media work: Sounds of Doubts.

The interdisciplinary collaboration between the artists constitutes a research project in itself as much as the final piece, where conventional ideas and beliefs about musical composition on the one hand and the aesthetic vision on the other, are reviewed and questioned.

Sounds of Doubts is the first work shown in a new exhibition space Midpunkt, in Hamraborg 22.