PERFORMANCE
Opnun | Opening
25.10.18 Gerðarsafn, Hamraborg 4
19:00 - 22:00
SÝNING | EXHIBITION
25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays
Bryndís Björnsdóttir
Bryndís Björnsdóttir (Dísa) er listamaður og rithöfundur, búsett í Berlín. Í verkum sínum, inngripum og skrifum, mætir hún, finnur fyrir og tekst á við aðstæður með líkamlegum yrðingum. Árin 2010-2016 kom Bryndís á laggirnar alþjóðlega rannsóknarverkefninu Occupational Hazard á fyrrum Nato stöðinni á Reykjanesi. Árin 2009-2012 var hún einn stjórnenda Útúrdúr, bókabúðar, útgáfufyrirtækis og verkefnarýmis fyrir listir í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hún unnið röð verka/aðgerða undir heitinu Mountain Woman, sem miða að því að brjóta niður þjóðbundnar ímyndir og lestur í land.
: Af Vopnum (2018)
Norðurreið Skagfirðinga árið 1849, fyrstu mótmælin á Íslandi gegn dönsku nýlendustjórninni, er talin hafa verið innblásin af uppreisn í annarri danskri nýlendu, Vestur-Indíum, árið áður. Þrælar dönsku Vestur-Indía beittu eldi sem vopni og stólar nýlenduherranna urðu fyrstir eldinum að bráð. Brennisteinseldspýta, unnin úr flís sem listamaðurinn skar sjálf úr einum slíkum stól, er sýnd á sýningunni. Skemmdarverkið, úrskurðurinn, átti sér stað fyrr á árinu á sögulegri sýningu í Danmörku, þar sem stólar nýlenduherra voru meðal sýningargripa. Brennisteinsnámur voru undirstaða einokunarviðskipta Dana á Íslandi, en brennisteinn var notaður til framleiðslu á byssupúðri, mikilvægum efnivið í stríðsrekstri þjóðríkja. Eldspýtan sem sýnd er, er kveikur alþjóðlegra sjónarmiða og þátttöku, ábyrgðar og breytinga, í tengslum við alltumlykjandi fúleggjafnyk eyjunnar í norðri.
Listamaðurinn mun halda gjörningsfyrirlestur um brennistein á opnun sýningarinnar, þar sem kveikt verður á hægbrennandi eldspýtum. Hægbrennandi eldspýtur eru kaðlar sem dýft hefur verið í byssupúður. Þær voru notaðar til þess að stjórna brunanum á byssupúðri og sjá til þess að nærliggjandi byssupúður myndi ekki springa að óvörum. Þessi tvenns konar notkun byssupúðursins, sem birtist í hægbrennandi eldspýtunum, felur í sér lykkju, óhugnanleg tengsl við nærumhverfi okkar og vistkerfi, þar sem snákurinn bítur í halann á sjálfum sér í tilgangslausum bruna.
Bryndís Björnsdóttir
Bryndís Björnsdóttir (Dísa) is an artist and writer living in Berlin. In her performances, interventions and writings, she meets, feels and deals with situations through bodily utterances. In 2010-2016 Bryndís initiated and established an international research project at a former NATO base in Iceland called Occupational Hazard. In 2009-2012 she co-managed Útúrdúr; artist bookstore, publishing house and project space in Reykjavík. In the last years, her outputs have been focused on deconstructing a national personification of Iceland called Mountain Woman.
: De Arm (2018)
Iceland's 1849 protest against its colonial powers was inspired by the 1848 uprisings in the Danish West-Indies. The colony's slaves were armed with fire and the plantation master’s chair was the first thing to be burned. Presented in the exhibition is a long-lost artefact, a sulphur match made from a wooden splinter carved from such a chair by the artist. This act of vandalism, the carving, took place earlier this year in an historical exhibition in Copenhagen where an intact colonial plantation chair was exhibited. Sulphur mines were the cornerstone of Denmark's trade monopoly in Iceland as sulphur was used for making gunpowder; a crucial component of nation-states' warfare. The sulphur match is presented as an igniter of geopolitical standpoints, involvements, responsibilities and shifts, related to the all-immersive smell of rotten eggs found on the island in the north.
On the opening of the exhibition, a performance lecture on sulphur will be presented where slow matches will be ignited. Slow matches are ropes that have been immersed in gunpowder and were used to control the ignition of gunpowder in order to prevent the combustion of nearby gunpowder. The double usage of gunpowder presented in the slow match refers to a loop, an uncanny relation with our surroundings and ecologies, where the snake bites its tail, a nonsensical burn.