That Time | ÞÁ

27 OCTOBER – 18 DECEMBER 2016 | 27. október - 18. desember 2016

Exhibition Curator | Sýningarstjóri: Eva Wilson

 
 
 

„Aldrei eins eftir það aldrei alveg eins en það var ekkert nýtt“ segir C, ein af þremur röddum í leikriti Samuel Beckett, en við höfum fengið titil leikritsins (e. That Time) að láni í þann stutta tíma sem sýningin stendur yfir. Leiðarljós sýningarinnar Þá og Listahátíðarinnar Cycle sem er nú haldin í annað sinn, er rannsókn á tónlist í samhengi listar og listsköpunar – þar sem tónlist er tæki til að móta og stjórna tíma, að skilja tónlist sem leið til að móta og stjórna tíma. Tónlist er einungis til á meðan hún er spiluð: tilvist hennar reiðir sig á endurtekningar og ítrekanir, bæði í því ferli sem æfingar og tónleikar fela í sér, en einnig þegar hlustað er á tónlistina. Hver endurtekning er einstök í sjálfri sér, og í hverri ítrekun eru hlustandi og flytjandi ávarpaðir sem örlítið breyttar manneskjur.

Þar af leiðandi má skilja ítrekun sem ummyndandi, jafnvel útópíska hugmynd, staðhæfingu um að nýtt tilverustig sé ávallt á næsta leiti. Mörg verkanna á sýningunni í Gerðarsafni, Salnum, á Café Catalina, Sundlaug Kópavogs, Náttúrufræðistofu og fleiri stöðum í Kópavogi sporna gegn því að verða fullmótuð, óbreytanleg og reyna að finna huggun og styrk í þeirri staðreynd að merking þeirra getur orðið önnur í síbreytilegu samhengi tímans. Rétt eins og þegar Johannes Paul Raether skapar nýja kynslóð norna í hverjum gjörningi sínum og Adam Gibbons og boyleANDshaw finna nýjan flöt á sinni síendurteknu samvinnu. Persónur og búningar í Surface Unit eftir Rachel de Joode breytast í sífellu milli veruleika og sýndarveruleika og leikararnir í Sepulchral City eftir David Levine nota menningarstofnanir Kópavogs sem leiksvið í margendurteknum gjörningi sínum og vísa í eðli Íslands í samtímanum.

Í öðrum verkum má greina tímann með áþreifanlegri hætti: Kæri Dieter eftir Dorothy Lannone er upptaka af upplestri á bréfi til fyrrum elskhuga stuttu áður en parið hittist aftur eftir langan aðskilnað. Í verki sínu FOXP2 fellir Marguerite Humeau jarðfræðilegan tíma og þróun tungumála inn í nokkurra mínútna flutning kórs sem hvergi sést. Eitt helsta verkfæri listamanna sýningarinnar er þó túlkun á hugmyndinni um annan tíma eða aðra tilveru: í Strata (technicolor) varpar Kapwani Kiwanga fram fortíðarsýn þar sem heimsálfurnar Evrópa og Afríka skildust aldrei að og standa sem Pangaea dagsins í dag. Alvaro Urbano dreifir málmlaufblöðum yfir safngólfið í verkinu Hann skildi alltaf eftir opinn glugga, jafnvel á nóttunni og kynnir þannig einskonar ofgnótt, brak frá hliðstæðum veruleika sem blásið er hingað í núið með sterkri vindhviðu. Howl eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur er afleiðing hennar eigin sálartöfra, framdir í undraheimi eyðimerkur Kaliforníu.

Ítrekun og endurtekning eru einnig grunnþættir í þeim algóriþmum sem stýra (stafrænu) umhverfi okkar. Þær halda áfram að framleiða bergmálshelli, rými sjálfsömunar, og leiða okkur dýpra inn í samfélag einangrunar þar sem sannleikur er ekki lengur til: þar sem ræðuritarar Melaniu Trump gátu látið endurflytja orð Michelle Obama í öfugsnúinni afbökun á frægri sögu eftir Borges af mismun og endurtekningu í Pierre Menard, Author of Quixote. Verk líkt og Treatise on Imaginary Explosions Vol. II eftir Caitlin Berrigan lítur með tilhlökkun til þess tíma sem þessi bóla springur á meðan verk Larry Achiampong og David Blandy Finding Fanon 2 viðurkennir þá staðreynd að ekkert býr utan stafræna bergmálshellisins eða hans innri veruleika, en gefst þó ekki upp á að berjast fyrir frelsi undan honum.  

Það er þó skýrt að aðrir heimar kalla, hjáleiðir til hliðstærða veruleika eru nauðsynlegar, jafnvel þótt þær fari með okkur út í geim í leiðinni – líkt og Sun Ra, tuttugustu aldar tónlistarmaður og rithöfundur og eitt viðfangsefna Kiwanga – sem kynnti sig sem geimveru frá Satúrnus til þess að sjást og heyrast í heimi sem hefði annars neitað tilvist hans. Listahátíðin Cycle beinir þátttekendum sínum og gestum inn í sýnir af nálægri og fjarlægri stjórnskipun en hún er haldin í október 2016, á sama tíma og alþingskosningarnar á Íslandi en þær eru einmitt afleiðing þess að hin svokölluðu Panamaskjöl voru gerð opinber. „Ég var einu sinni framtíðin,“ sagði breski forsætisráðherrann David Cameron þegar hann sagði af sér. „Við færum ykkur stærðfræði afstæðra örlaga,“ lofar Sun Ra.

 

That Time presents works and new commissions by | Þá sýnir verk eftir eftirfarandi listamenn:

Larry Achiampong & David Blandy
Margrét H. Blöndal
Caitlin Berrigan
Constant Dullaart
Adam Gibbons & boyleANDshaw
Hreinn Friðfinnsson
Beatrice Gibson
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Marguerite Humeau
Dorothy Iannone
Rachel de Joode
Kapwani Kiwanga
David Levine
Heather Phillipson
Johannes Paul Raether
SUPERFLEX
Vanessa Safavi
Alvaro Urbano
Kristín Anna Valtýsdóttir

C, one of the three voices in Samuel Beckett's play whose title we borrow for the short duration of our project, proclaims: “Never the same after that never quite the same but that was nothing new.”

The second iteration of Cycle Music and Art Festival and the exhibition That Time is guided by an interest in music in the context of thinking about and making art—understanding music as a means to structure and manipulate time. Music exists only when it is played: Its presence relies on repetitions and iterations both in the process of rehearsing and performing as well as in the act of listening. Each repetition in itself is singular, and with each iteration the listener or performer becomes or is addressed as a slightly different being.

Iteration can therefore be understood as a transformative, perhaps even utopian idea, the insistence of the potentiality of another world always on the horizon. Many of the works in the exhibition at Gerðarsafn, Salurinn, Café Catalina, the Kópavogur swimming pool, the Natural History Museum, and other locations and institutions in the centre of Kópavogur resist the urge to become inert and complete but instead seem to acknowledge the possibility of their own change through time and context: such as the ever new generations of witches created within Johannes Paul Raether's cosmology, the 'soft relaunch' of Adam Gibbons & boyleANDshaw's collaboration, the characters and costumes of Rachel de Joode's Surface Unit, constantly shifting between the virtual and the real, and the actors in David Levine's Sepulchral Cities, who repeat their performances time and again, using their presence within the quintessential cultural and communal institutions of the municipality of Kópavogur as pointers towards the fabric of present-day Iceland.

Other works deal more immediately with time as their subject matter and material: Dorothy Iannone's Dear Dieter is a recording of a spoken letter to a former lover right before meeting him again for the first time after the couple's separation. Marguerite Humeau's FOXP2 condenses geological deep time and the evolution of human language into an unseen choir lasting just a few minutes.

One of the most frequent instruments employed by the artists in the exhibition is, however, the construction of an alternate time or reality altogether: In Strata (technicolor), Kapwani Kiwanga projects a retro-perspective in which the continents of Europe and Africa have never parted: a present day Pangaea. Strewn across the floor of the museum, Alvaro Urbano's metal leaves for He would always leave a window open, even at night introduce a kind of surplus, the debris of a parallel reality carried into the here and now by a strong wind. Kristín Anna Valtysdóttir's Howl is the result of her own psychomagic, performed in the otherworld of the Californian desert.

Iteration and repetition are also the fodder with which we nurture the algorithms that determine our (digital) environment. They continue to produce an echo chamber, bubbles of self-sameness, leading us deeper into the alienation of a post-truth society: where it is possible for Melania Trump's speech writers to stage a re-enactment of the words of Michelle Obama in a perverse inversion of Borges' famous tale of difference and repetition in ‘Pierre Menard, Author of the Quixote.’ Works such as Caitlin Berrigan’s Treatise on Imaginary Explosions Vol. II gleefully imagine this bubble bursting, while Larry Achiampong and David Blandy’s Finding Fanon 2 acknowledges that there is no ‘outside’ to the virtual fantasies of the echo chamber and its inherited realities, but doesn’t give up on the rallying cry for emancipation.

This much is clear: Other worlds are a matter of urgency, detours to a different present are necessary, even if they lead us into outer space on the way—much like Sun Ra, the 20th century musician and writer and one of Kiwanga's subjects—who presented himself as an alien from planet Saturn in order to be seen and heard in a world that would otherwise deny his existence. Coinciding with Iceland’s early elections in October 2016, sparked by the revelations of the so-called Panama Papers, Cycle Festival chaperones its participants and visitors into visions of near and distant constitutions. “I was the future once,” said David Cameron as he resigned. “We bring to you the mathematics of an alter-destiny,” promises Sun Ra.

The exhibition assembles divergent practices into indeterminate associations and plural singularities. Together, they help determine each other and create a setting that allows for difference and shared movements that are akin to dancing, playing music, or listening and talking.

We hope you enjoy the festival and the exhibition, with its promise of swift encounters and disparate voices, for as long as it is present. Take heed of C's lament: "come and gone was that it something like that come and gone come and gone no one come and gone in no time gone in no time," but also listen to Bertolt Brecht: "So much might yet happen."

 

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Hamraborg 4
200 Kópavogur
Iceland
www.gerdarsafn.is