Gjörningur | Performance
27.10.2018
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
15:00 - 15:30
ókeypis inn | free admission
María Dalberg
María Dalberg brautskráðist frá meistaradeild myndlistar við Listaháskóla Íslands vorið 2016. Sama ár var hún valin í hóp sýnenda á alþjóðlegum myndlistartvíæringi ungra listamanna í Moskvu og hefur hún sýnt á fjölda annarra sýninga sem og á kvikmyndahátíðum undanfarin ár. Verk hennar eru mörg hver myndbandsverk sem hún setur fram sem innsetningar þar sem hún vinnur jafnt með hljóð, texta og mynd. Þá færst hún einnig við bókaútgáfu þar sem texti og myndir kallast á. María opnaði sína fyrstu einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur þann 13. október, í sýningaröð D-salar þar sem ungir listamenn sýna verk sín. Fyrir Cycle hátíðina frumflytur María nýtt performansverk í samstarfi við raftónlistarmanninn Anton Kaldal.
Anton Kaldal Ágústsson er tónlistarmaður og hönnuður og eru verk hans oft staðsett á skurðpunkti hins sjónræna og hljóðræna. Á sviði tónlistar hefur hann meðal annars starfrækt verkefnið Tonik Ensemble og gaf út plötuna Snapshots árið 2015 sem hlaut Kraumsverðlaun það ár. Á sviði grafískrar hönnunar kom hann að rannsóknarverkefninu og bókinni ð ævisaga. Sú bók fjallaði um uppruna og sögu táknsins sem við notum í dag til að myndgera hljóðið ð í íslenskri tungu.
Tvísöngur tveggja skálda,
H.C. Andersen og Gríms Thomsen
er gjörningalistaverk þar sem María Dalberg flytur prósa undir hljóðheimi Antons Kaldal og Maríu.
María Dalberg flytur prósatexta sem byggir á ýmsum ritrýndum heimildum. Við gerð prósans sótti María sér innblástur í ritdóm Gríms Thomsen á ritverkum H.C. Andersen sem birtist í Dansk Maanedsskrift árið 1855 og viðbrögð skáldsins við þeim skrifum. María rýnir einnig í skrif íslenskra og danskra fræðimanna en þessi stuttu samskipti tveggja skálda áttu eftir að leiða af sér langa togstreitu tveggja þjóða. Í yfir 100 ár tókust fræðimenn á um hver hafi í raun uppgötvað snilligáfu H.C. Andersen.
Samkvæmt heimildum átti Grímur Thomsen það til að humma ákveðið stef áður en hann skrifaði niður sín ljóð. Útgangspunktur hljóðverks Maríu og Antons er tilraun til þess að finna þetta humm með því að rýna í hljómfall nokkura ljóða Gríms Thomsen.
María Dalberg
María Dalberg graduated with MA in fine art from The Icelandic Art Academy in 2016. The same year she was chosen to show at the Moscow International Biennale for Young Art and has since then exhibited in many other international exhibitions and film festivals. Many of her works are videos which she presents as installations and deals with sound, text and moving image. She also makes books where text and images are in a dialogue. Dalberg opened her first solo exhibition in Reykjavík Art Museum earlier in the month, in an exhibition series in the D-room where the focus is on young artists. For this year Cycle Music and Art Festival she will premiere a new performative work in collaboration with the electronic musician Anton Kaldal.
Anton Kaldal Ágússton is a musician and designer, his works are often placed in the centerpoint of the visible and the audible. His music project include Tonik Ensemble and he published the record Snapshots in 2015 that received the Icelandic Kraum- price. Kaldal was also a part of the research project on the Icelandic letter ‘ð’ which ended in a book publication, The life story of ð and traces the history and origin of the sign.
Two Poets’ Duet, H.C. Andersen and Gríms Thomsen
is a performative work where proses are read along with audio by María Dalberg and Anton Kaldal.
Dalberg performs the proses which are based on various written sources. While creating the proses she sought inspiration from Grímur Thomsen’s criticism of works by H.C. Andersen that were published in the magazine Dansk Maanedsskrift 1855 and the following reactions of the author. She also dipped into later writings by Icelandic and Danish theorists, but this struggle between those two writers marked the beginning of an ongoing struggle between the two nations. In more than 100 years theorists argued who in fact had discovered the geniusness of H.C. Andersen.
According to some sources Grímur Thomsen often mumbled a song before he wrote his poems. Dalberg and Kaldal’s departure point is an experiment to find this mumble by looking into the soundscape of frew of Thomsen’s poems.