S.L.Á.T.U.R.

S.L.Á.T.U.R.

Róttæk gestristni

 

Um

Við lifum á tímum þar sem gestgjafahlutverkið hefur verið rækilega markaðsvætt, þegar boð um rúmpláss í heimahúsi er selt á Airbnb, eða bílfar puttaferðalangsins skilar Uber hagnaði. Hvernig getur tónlistarsköpun og tónlistin verið rammi utan um félagslegt samneyti og stuðlað að nýrri og róttækari gestrisni á slíkum tímum? Það rými sem skapast við það að hlusta saman á tónlist einkennist af nánd. Getum við, fjarri niðurröðuðum sætum tónleikasala, stækkað þetta rými samlíðanar þannig að það rúmi samfélagið allt?

Á þessari opnu kynningu munu tónskáldin Bergrún Snæbjörnsdóttir, Áki Ásgeirsson og Páll Ivan frá Eiðum, allt meðlimir S.L.Á.T.U.R. ásamt Peter Meanwell, listrænum stjórnanda Borealis - hátíð fyrir tilraunakennda tónlist í Bergen í Noregi - rýna í þau valdatengsl sem gestrisni felur í sér og taka fyrsta skrefið af 6 mánaða langri ferð sinni í átt frá tónleikasalnum.

Verkefnið er í samstarfi við Borealis - hátíð fyrir tilraunakennda tónlist.
Stutt af Norskt-íslenskt menningarsamstarf.

 

S.L.Á.T.U.R. er tónskáldahópur með aðsetur í Reykjavík. Þau hafa, síðan 2005, unnið að fjölmörgum tilraunakenndum verkefnum, en þar á meðal má nefna hreyfinótnaskrift þar sem notuð er tölvugrafík, gagnvirkni, tilraunir með hljóð og gjörningalist. Þau hafa tekið þátt á hátíðum og spilað á tónleikum víða um heim og hér heima, en þar á meðal má nefna hina árlegu hátíð Sláturtíð.

Bergrún Snæbjörnsdóttir (f. 1987) lærði á horn við Listaháskóla Íslands og tónsmíðar við Mills College í Oakland. Bergrún starfar sem tónskáld og flytjandi og hafa verk hennar verið flutt víða. Hún vinnur með mismunandi miðla og er með aðsetur í Oakland og í Reykjavík.

Páll Ivan frá Eiðum (f. 1981) lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands. Hann er tónlistarmaður, gjörningalistamaður og myndlistarmaður búsettur í Reykjavík.

Áki Ásgeirsson (f. 1975) er tónskáld og tónlistarmaður sem hefur samið fyrir hljóðfæri og tölvur. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólann í Reykjavík og The Royal Conservatory í Haag og er nú búsettur í Reykjavík. Áki er einn stofnenda tónsmiðasamtakanna S.L.Á.T.U.R., stendur að raflistahátíðinni RAFLOST auk annarra sveita og stofnana. 

Peter Meanwell er listrænn stjórnandi Borealis hátíðarinnar í Bergen fyrir tilraunakennda tónlist. Hann er framleiðandi fyrir BBC 3 í Bretlandi sem og stjórnandi framleiðslufyrirtækisins Reduced Listening

Radical Hospitality

 

About

In an age when every hospitable gesture has become commodified, when the offer of a bed for the night is sold as Airbnb, or the serendipitous hitchhike charged by Uber, how can music and those who make it, work to create minute social interactions that forge a new, Radical Hospitality. The shared space of listening together is an intimate one, and away for the regimented seating of the concert hall, can we extend this listening space, this solidarity to a community at large?

In this public presentation, composers Bergrún Snæbjörnsdóttir (IS), Áki Ásgeirsson (IS) and Páll Ivan frá Eiðum (IS), all members of the S.L.Á.T.U.R. collective, will be joined by Peter Meanwell artistic director of Borealis - a festival for experimental music, in Bergen, Norway, to unpick the power dynamics of hospitality, and take the first step on a 6 month journey outside of the concert hall.

In collaboration with Borealis - festival for experimental music.
Supported by Norsk-islandsk kultursamarbeid.

 

S.L.Á.T.U.R. is a composer collective based in Reykjavík. Since 2005 its members have been working on various types of experiments including animated notation using computer graphics, interactivity, experiments with sounds and performance art. They have participated in festivals and played at concerts internationally and locally including the annual festival called Sláturtíð.

Bergrún Snæbjörnsdóttir (b. 1987) studied horn in the Iceland Academy of the Arts and composition in Mills College in Oakland. Bergrún works as a composer and performer and her works have been performed widely. She works in different mediums and is based between Oakland and Reykjavík.

Páll Ivan frá Eiðum (b. 1981) studied composition at the Iceland Academy of the Arts. He is a musician, performance artist and a painter based in Reykjavik.

Áki Ásgeirsson (b. 1975) is a composer and musician and has written music for instruments and computer. He studied at the Keflavík Music School, the Reykjavík College of Music and the Royal Conservatory in The Netherlands and currently lives in Reykjavík. He developed the Sensor Trumpet, an electronic trumpet with add-on's to interact with a computer. Áki is one of the founders ofS.L.Á.T.U.R. (an Icelandic composers’ group), organizes the RAFLOST festival for electronic art as well as other bands and institutions. 

Peter Meanwell is the artistic director of Borealis, Festival for Experimental Music in Bergen, Norway. He is also a producer for the BBC Radio 3 and the director of Reduced Listening.