PERFORMANCE
Opnun | Opening
25.10.18 Gerðarsafn, Hamraborg 4
19:00 - 22:00
SÝNING | EXHIBITION
25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays
Þráinn Hjálmarsson, Veronika Sedlmair OG Brynjar Sigurðarsson
Tónskáldið Þráinn Hjálmarsson nam tónsmíðar við Konunglega Konservatoríið í Haag og við Listaháskóla Íslands á árunum 2009-2011. Verk Þráins hafa verið flutt víða um heim af hinum ýmsum flytjendum og hljóðfærahópum. Má þar nefna Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Vertixe Sonora, Marco Fusi, Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Njúton, Athelas sinfonietta (DK), Nordic Affect auk annara.Tónlist Þráins hefur verið lýst af gagnrýnendum sem “innhverfri, sveimtónlistarlegri, fallega unninni, fíngerðri og nostursamlegri“ (Fréttablaðið) sem og „heillandi og töfrandi!“ (Bachtrack).
Saman mynda Veronika Sedlmair og Brynjar Sigurðarson hönnunarstúdíóið Studio Brynjar & Veronika (stofnað 2014) sem staðsett er í Suður-Frakklandi. Í verkum þeirra spretta frásagnir út frá hlutum og sambandi mannsins við þá. Hlutir og aðstæður sem skapaðar eru mynda söguþráðinn fremur en að sagan skapi hlutina. Í verkum Brynjars og Veroniku móta þau í hluti tilfinningar fyrir umhverfi og smærri samfélögum. Þar skapa hlutirnir visst andrúmsloft sem er síðan leyft að móta frásögn og inntak á frjálslegan hátt.
Hringur, svið, hlutur, persóna - óperuverkefni eftir Þráin Hjálmarsson, Brynjar Sigurðarson og Veroniku Sedlmair. Í þessari tíma- og staðbundu gjörð fléttast saman raddir Sophie Fetokaki, söngkonu og flautuleikaranna Berglindar M. Tómasdóttur, Björgu Brjánsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Steinunnar Völu Pálsdóttur, í athöfn sem hverfist um hringflautu. Er tímanum fleytir áfram, spretta fram óræðar frásagnir sem eiga uppruna sinn að rekja til flautunnar.
Verkefnið nýtur stuðnings Listamannalauna, Tónlistarsjóðs og Tónskáldasjóðs RÚV.
Flytjendur: Sophie Fetokaki, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir
Á meðan á sýningu Einungis Allir stendur yfir verður Hringflautan sem spilað er á sýnd í Gerðarsafni.
Föstudaginn 26. október verður málstofa um Hringflautuna haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, sjá frekari upplýsingar í Dagskrá.
Þráinn Hjálmarsson composer, studied composition at the Royal Academy in The Hague and at the Iceland Academy of the Arts between 2009 and 2011. Hjálmarsson’s works have been performed by various musicians and groups. Few examples are Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Vertixe Sonora, Marco Fusi, The Icelandic Symphony Orchestra, CAPUT, Njúton, Athelas sinfonietta (DK), Nordic Affect.
Together Veronika Sedlmair and Brynjar Sigurðarsson form the design-duo ‘Studio Brynjar & Veronika (formed 2014) situated in the south of France.
The studio’s works are full of theater references mixed with ones connected to nature. Relationships between humans and nature are a strong red thread in their work. The works take on different shapes and forms and are dealt with in different medium, like drawings, photographs, videos, sounds and objects.
An in-situ performance by Thrainn Hjalmarsson, Brynjar Sigurdarson and Veronika Sedlmair. A circle, mise-en-scène, an object, a character - this in-situ performance, featuring vocalist Sophie Fetokaki and flutists Berglind M. Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir and Steinunn Vala Pálsdóttir, begins within a circle flute. As time passes, opaque narratives hidden within the flute, unfold.
This project is supported by Iceland Artists' salary fund, Iceland Music fund and the composers´ fund of the National Radio.
Performers: Sophie Fetokaki, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir
During the exhibition in Gerðarsafn the Ring- flute used in the performance will be on display.
Friday the 26th a seminar on the Ring-flute will be held in collaboration with the Icelandic Art Academy, see Programme.